«Furðustrandir» by Arnaldur Indriðason

Posted By: Gelsomino

«Furðustrandir» by Arnaldur Indriðason
Íslenska | ISBN: 9789935180049 | MP3@64 kbps | 9h 56m | 272.9 MB


Erlendur er á æskuslóðum sínum austanlands og fortíðin sækir á: atvik úr hans eigin lífi sem og önnur óleyst og óuppgerð mál. Fyrir mörgum áratugum urðu þarna skelfilegir atburðir þegar stór hópur breskra hermanna lenti í óveðri í fjöllunum. Sumir komust til byggða við illan leik, aðrir ekki. En samtímis hvarf ung kona á sama stað og fannst aldrei. Saga hennar vekur forvitni Erlendar sem þyrstir ákaft í svör við gátum fortíðar. Furðustrandir er fjórtánda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar og tvímælalaust ein þeirra bestu. Arnaldur er margverðlaunaður höfundur og gagnrýnendur skipa honum iðulega á bekk með fremstu spennusagnahöfundum heims. Bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála og víða komist í efstu sæti metsölulista. Á Íslandi hafa viðtökurnar jafnan verið frábærar.